Upprifjunardagur Suzuki-píanónemenda

Suzuki-píanókennarar héldu sameiginlegan upprifjunardag fyrir nemendur í sal skólans á Selfossi, laugard. 22. október. Tókst dagurinn afskaplega vel, en nemendur léku saman fjölda laga fyrir aðstandendur.

Kennararnir Guðrún Markúsdóttir, Magnea Gunnarsdóttir og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir héldu utan um dagskrána, en á myndinni má sjá Guðrúnu og Magneu ásamt nemendum.

/Helga Sighv.

2023-01-27T08:28:05+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi