Suzukinám2024-01-18T10:33:42+00:00

Suzukinám er ætlað börnum sem hefja nám 3 – 5 ára. Upplýsingar um Suzuki-kennsluaðferðina má finna á slóð Suzukisambands Íslands: www.suzukisamband.is

(neðst á forsíðu) og á þessari slóð frá foreldrafélagi Suzukinemenda: Um Suzukinám

 

Eftirtaldar Suzuki-námsgreinar eru í boði:

 – ATH. Undir nöfnum hljóðfæranna eru virkar krækjur með upplýsingum um hljóðfærin.

Blokkflauta – (Blokkflautan-ítarefni)

• Fiðla

Gítar

Píanó

Selló

Víóla

Í Suzukinámi er lögð áhersla á virka þátttöku foreldra. Foreldrar mæta í alla tíma með börnum sínum og æfa með þeim heima, auk þess að læra sjálfir á hljóðfærið. Byrjendur í Suzukinámi sækja 30 mín. einkatíma á viku og 45 mín. hóptíma aðra hverja viku.

Kennt er samkvæmt móðurmálsaðferðinni. Sjá nánar á heimasíðu Íslenzka Suzukisambandsins: www.suzukisamband.is – Suzukiaðferðin

Nemendur á strohljóðfæri (fiðlu, víólu og selló) geta fengið leigð hljóðfæri hjá tónlistarskólanum.

Nemendur á önnur hljóðfæri þurfa að hafa aðgang að, eða kaupa hljóðfæri (í samráði við kennara).

Í tónlistarnámi þarf að gera ráð fyrir kaupum á nótnabókum, nótnapúlti (statífi), fótstól o.fl. eftir því hvert hljóðfærið er.

– – –

Starfandi er Foreldrafélag Suzukinemenda í Tónlistarskóla Árnesinga. Hér fyrir neðan má sjá lög félagsins og fundargerðir:

Lög suzukitonar eftir aðalfund 14.10.19

Fundargerð stofnfundar foreldrafélagsins Suzukitónar

Fundagerð aðalfundar Suzukitóna 14.10.19

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi