Upprifjunardagur Suzuki-píanónemenda

Suzuki-píanónemendur (sem lokið hafa bók 1) mættu á upprifjunardag sunnudaginn 13. október, í tónlistarskólanum á Selfossi.

Á upprifjunardegi eru leikin lög sem nemendur hafa lært í Suzukináminu. Þeir sem hafa lært lengst leika öll lögin á dagskránni, en þeir sem skemur eru komnir á veg leika þau lög sem þeir hafa náð tökum á.

Upprifjunardagarnir eru alltaf skemmtilegir, en um leið krefjandi. Það var því stoltur hópur sem stillti sér upp til myndatöku í dagslok.

    

2019-10-29T15:02:30+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi