Tónlistarskóli í samkomubanni – „iðandi af lífi“

Að baki er langur og skrítinn mánuður.

Frá og með mánud. 30. mars fer öll kennsla fram í fjarkennslu – og við höldum áfram fjarkennslu eftir páskafrí, þar til annað verður ákveðið.

Þó það sé ekki sýnilegt, þá er skólinn „iðandi af lífi“ frá morgni til kvölds. Kennarar hafa verið duglegir að skoða ýmsa fjarkennslumöguleika. Flestir kenna í gegnum Messenger, Skype, Zoom, Whereby, Google Hangout, Teams eða Facetime. Til viðbótar leggja kennarar inn verkefni, skanna og senda nótur og fá upptökur frá nemendum. Kennsla yngstu nemendanna fer fram í gegnum foreldrana.

Undirleikur felst aðallega í því að senda nemendum upptökur að undirleik, en einnig hefur verið gerð tilraun með undirleik í rauntíma. Oftast er einhver seinkun á hljóði, en þegar netsamband er gott og tæki góð er þetta möguleiki.

Hljómsveitir og samspilstímar falla alveg niður.

Um leið og við hvetjum nemendur okkar til dáða við heimaæfingar, má benda á að til eru ýmis tónlistaröpp til þjálfunar. Þar á meðal er íslenskt tónlistarapp sem heitir Musilla tónlistarskólinn (marg verðlaunað) fyrir yngri nemendur.

Á þessari slóð má svo finna margs konar tónlistarkennsluleiki: https://cornerstoneconfessions.com/2012/08/the-ultimate-list-of-online-music.html?fbclid=IwAR1K_6gXmkuSbUbe_h2TZXMwUALnXNSLR4PVBcrWVVrONVpwcbAJ7WNWvxY

Kennarar eiga vafalaust eftir að koma með góðar ábendingar um fleiri öpp sem þið skuluð endilega nýta ykkur.

Páskafrí hefst 4. apríl og stendur til og með 13. apríl. Engin fjarkennsla verður í páskafríi.

 

Til gamans koma hér nokkrar myndir af fjarkennslustofum.

            

 

2020-04-03T08:12:53+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi