Tónlistarflutningur úti í samfélaginu
Auk hefðbundins tónleikahalds innan skólans fara nemendur alltaf af og til eitthvert út í samfélagið og leika á hinum ýmsu viðburðum. Má nefna að málmblásarahópur lék endurreisnartónlis í messu í Selfosskirkju 9. mars, píanónemendur komu fram á samkomu eldri borgara í Reykholti 6. mars, söngnemendur á samkomu eldri borgara á Selfossi 20. mars og blokkflautunemandi kom fram á Margmála ljóðakvöldi í Listasafni Árnesinga 20. mars.
Með þessu móti nær skólinn að leggja til samfélagsins, nemendur fá æfingu í að koma fram og um leið verður það mikla starf sem fram fer innan tónlistarskólans, sýnilegt.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessum skemmtilegu en ólíku viðburðum.
Blásarakvertett lék í kvöldmessu i Selfosskirkju 9. mars. – Myndir frá æfingu og tónleikum.
Söngnemendur fluttu fjölbreytt sönglög fyrir eldri borgara á Selfossi 20. mars.
Sylvía og Helga léku dúett á altblokkflautur á Margmála ljóðakvöldi í Listasafni Árnesinga 20. mars
/Helga Sighv.