Tónleikahald í upphafi skólaárs

Skólaárið fer vel af stað og erum við þakklát fyrir að tónleikahald fer líka af stað með eðlilegum hætti að þessu sinni.

Nemendur skólans hafa komið fram við skólasetningar grunnskóla, í útvarpsmessu, á kennaraþingi tónlistarskólakennara, með Ungsveit SÍ í Hörpu o.fl.

 

Á kennaraþinginu 24. september á Hótel Örk léku þau Guðbergur Davíð Ágústsson á gítar og Eyrún Huld Ingvarsdóttir á fiðlu við píanóundirleik Einars Bjarts Egilssonar.

    

 

Á glæsilegum tónleikum með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 26. september léku tveir fiðlunemendur, þær Hildur Tanja Karlsdóttir og Elísabet Anna Dudziak (auk Ingibjargar Ólafsdóttur fyrrverandi fiðlunemanda okkar :)). – Nánari upplýsingar um tónleika Ungsveitarinnar má finna hér: Ungsveitin spilar Sibelius.indd (sinfonia.is)

Nemendur stóðu sig í öllum tilvikum afskaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. – Kærar þakkir bæði nemendur og kennarar!

2021-10-04T14:08:39+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi