Tónleikahald í desember

Í desember flögruðu nemendur og kennarar vítt og breitt um samfélagið og léku jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana. Má þar nefna Litlu-jól leik- og grunnskóla, opin hús í skólum, heimsóknir á hjúkrunarheimili og öldrunarstofnanir, vinnustofur fatlaðra, á fundi og ráðstefnur, í verslanir og stofnanir – og svo mætti lengi telja. Alls um 60 viðburðir.
Á meðal viðburða voru kertatónleikar eldri strengjasveitar 16. desember í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Einstaklega falleg stund í listrænu umhverfi og ekki annað hægt en að vera mjög stoltur af.
– Takk fyrir allan dugnaðinn í desember kæru nemendur og kennarar!

    

2018-12-21T10:21:04+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi