Þátttaka í október-menningarmánuði í Árborg

Október var mjög líflegur hvað tónleikahald varðar, því nemendur og kennarar T.Á. komu víða fram í tilefni menningarmánuðar í Árborg.

Má þar nefna trompet og orgelleik í Eyrarbakkakirkju, málmblásaratríó í Mathöllinni, söng og lútuleik í kvöldmessu og fiðlu-kósýstund í Selfosskirkju, söng- og rytmískasveit á Sviðinu í miðbæ Selfoss þar sem fram komu nemendur úr listaskólum í Árborg, hrekkjavöku-strengjastund á bókasafninu og blokkflautuleik á 170 ára afmælishátíð í Barnaskólanum á Stokkseyri.

Nemendum og kennurum eru færðar bestu þakkir fyrir góða þátttöku í dagskrá menningarmánaðarins.

/Helga Sighv.

     

Afmælishátíð BES á Stokkseyri 22. okt.                          Kósý-fiðlustund i Selfosskirkju 26. okt.

 

Karlatríó í Mathöllinni 21. okt.                                      Sönghópur syngur lög Gunnars Þórðarsonar á Sviðinu 29. okt.

 

 

Hljómsveitin Villingarnir og Hjaltey á Sviðinu 29. okt.     Strengjanemendur á Bókasafni Árborgar 31. okt.

2023-01-27T08:27:41+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi