Suzukikennsla stendur traustum fótum í Tónlistarskóla Árnesinga og býður skólinn upp á fjölbreytt úrval hljóðfæra fyrir nemendur sína.
Kennslan er ætluð yngsta aldurshópnum og byggir námið ekki hvað síst á þátttöku foreldra og hlustun. Þegar nemendur hafa lokið hverri námsbók, útskrifast þeir úr bókinni með því að leika ákveðin lög á tónleikum.
Suzuki-útskriftartónleikar eru alltaf hátíðlegir og gaman að taka á móti skírteini í lok þeirra.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur og kennara að afloknum tónleikum. Til hamingju!