Árlegir súputónleikar BES (Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri) voru haldnir sunnudaginn 14. október á Stokkseyri, en tónleikarnir eru samstarfsverkefni Barnaskólans og Tónlistarskóla Árnesinga.
Á tónleikunum komu fram tónlistarskólanemendur af svæðinu og nemendur sem taka þátt í kór og tónlistarvali Barnaskólans. Nemendur stóðu sig vel og ánægjulegt að sjá hve margir áheyrendur mættu til að hlýða á tónleikana.
Í dagskrárlok var að vanda boðið upp á súpu gegn frjálsum framlögum, en ágóðinn rennur til stuðnings við tónlistarstarf í grunnskólanum.