Strengjasveit með kertatónleika í Listasafni Árnesinga

Strengjasveit með kertatónleika í Listasafni Árnesinga

18. desember hélt eldri strengjasveit undir stjórn Guðmundar Kristmundssonar, árlega kertatónleika í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Það skapast alltaf skemmtileg stemning á þessum tónleikum þar sem leikið er við kertaljós og aðrar týrur, því allt verður svo notalega kyrrt og hlustun eflist um leið.

Strengjasveitin fékk með sér góða gesti í ár, því sönghópur skólans tók þátt í tveimur verkum og Kristín Viðja Vernharðsdóttir lék einleik á blokkflautu í einu verkanna. Hvort tveggja mjög gott krydd á tónleikana. Við þökkum Ingu á Listasafninu fyrir að taka svo vel á móti okkur.

2019-12-27T11:13:24+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi