Strengjamót var haldið á Akureyri dagana 2. – 4. nóvember. Frá Tónlistarskóla Árnesinga fóru 10 duglegir strengjanemendur og tveir kennarar (sem jafnframt stjórnuðu hljómsveitum á mótinu), auk foreldra sem héldu þétt utan um hópinn.
Akureyringar stóðu einstaklega vel að allri umgjörð mótsins. Æfingar fóru fram á fjórum stöðum í bænum, en lokatónleikar voru haldnir í glæsilegum aðalsal Menningarhússins Hofs.
– Heim snéri glaður hópur að móti loknu, með góðar minningar í farteskinu og nýja ferska tónlistarneista í huga og höndum.
(Mynd frá strengjadeildartónleikum 2018)