Söngdeildartónleikar fóru fram 10. mars í Selfosskirkju og var gleðin nær áþreifanleg á tónleikunum. Þessir tónleikar áttu upphaflega að fara fram í desember, en höfðu frestast og frestast vegna covid og ófærðar.
Á tónleikunum kom fram breiður nemendahópur allt frá byrjendum til nemenda sem stefna á námslok í vor. Þá sungu tveir sönghópar, þ.e. söngfuglar, skipaðir yngri söngnemendum frá Flúðum, Selfossi og Hveragerði og eldri sönghópur skipaður einsöngsnemendum. – Yndisleg stund.
Sönghópur Eyjólfur, Einar og Kristína Margrét, söngfuglar og Magnea