Sjöundu og síðustu deildartónleikar haustsins voru haldnir í Hveragerðiskirkju, þegar söngdeildin steig á stokk. Flutt var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, þar sem nemendur voru allt frá því að vera nýbyrjaðir í söngnámi, upp í að vera komnir á framhaldsstig. Þá komu fram söngfuglarnir okkar (barnakór) og sönghópur nemenda í einsöngsnámi.
Einstaklega ljúf stund í fallega hljómandi Hveragerðiskirkju.
/Helga Sighv.