Smiðjuvikan 13. – 17. maí, var mjög skemmtilegt uppbrot á kennsluna og batt um leið endahnútinn á vetrarstarfið. Þar leiddu nemendur og kennarar saman hesta sína í ýmsum ólíkum smiðjum og námskeiðum.
Ríkti mikil gleði og eftirvænting meðal nemenda og kennara og höfðu báðir hópar jafn gaman af, sem sjá má á myndum hér fyrir neðan 😊
/Helga Sighv.
Hér má sjá örlítið sýnishorn frá smiðjum vikunnar:
Latin-dans Leikjasmiðja
Kósý-fiðlustund og meðferð fiðlunnar Píanó-hringekja
Langspilssmiðja Viðhald gítara og bassa
Spilaleikir og spurningakeppni Spunanámskeið
Spunanámskeið
Suzuki-strengjahóptími
Ævintýrasmiðja