Skólaheimsókn frá Snæfellsbæ og námskeið

Föstudaginn 22. apríl fékk Tónlistarskóli Árnesinga ánægjulega heimsókn frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Á ferð voru skólastjóri, kennarar, eldri söngnemendur og nokkrir makar á ferð um Suðurland. Margrét S. Stefánsdóttir söngkennari Tónlsk. Árn. hélt söngnámskeið fyrir gestina þar sem unnið var með tækniæfingar, raddbeytingu o.fl. Þrír nemendur Margrétar sungu og gáfu sýnishorn um þau atriði sem unnið var með. Að lokum fengu gestirnir stuttan fyrirlestur um starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

Samstarf tónlistarskóla er alltaf mjög gefandi. Heimsóknir og upplýsingagjöf, námskeiðahald, samæfingar hljómsveita og samspilshópa, æfingabúðir o.fl. Allt eflir þetta starf skólanna og gefur nemendum og kennurum færi á að upplifa og læra eitthvað nýtt. Samstarf skóla er því oft sannkölluð vítamínsprauta í skólastarfið.

Við þökkum Snæfellingum innilega fyrir komuna og ánægjulega stund.

2022-05-03T12:56:56+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi