Skólahald til áramóta

Til foreldra og nemenda

Nýjar sóttvarnareglur varðandi skóla hafa litlar breytingar í för með sér fram til jóla, en von er á nýjum reglum frá áramótum

 

Skólahald til áramóta verður sem hér segir:

Einkatímar – kennt skv. stundaskrá eins og verið hefur og eftir sömu reglum um takmarkanir.

Tónfræðihópar – kennt skv. stundaskrá í staðkennslu. Grímuskylda afnumin hjá nemendum á grunnskólaaldri, en huga áfram að tveggja metra reglu og grímunotkun hjá 16 ára og eldri.

Samspils- og hljómsveitaæfingar – fara almennt í gang, en með takmörkunum um fjölda, fjarlægðir og grímur skv. reglugerðinni.

* ATH. sérstaklega: Suzuki-hóptímar mega starfa, en foreldrar mega aðeins koma með nemendum á leikskólaaldri og 1. bekk.

 

Helstu reglur um nemendur tónlistarskólans:

– Vandaður handþvottur fyrir tíma

– Halda fjarlægðir (2 m.)

– Grímuskylda nemenda 16 ára og eldri (undanþága um blásara- og söngnemendur í tímum).

– Enginn mætir veikur/kvefaður í skólann.

– Hámarksfjöldi einstaklinga í rými: 10

– Kennarar spritta snertifleti milli nemenda

– – –

Af heimasíðu stjórnarráðsins 8. desember 2020.

Breytingar á takmörkunum skólastarfs

  • Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla.
  • 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá  nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum.
  • Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur.
  • Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega.
  • Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.

Endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnaráðstafanir sem kveða á um að stjórnvöld skuli endurmeta þörf á takmörkunum eftir því sem efni standa til, hvort heldur til aukinna tilslakana eða hertra aðgerða eftir atvikum.

     

2020-12-09T15:38:00+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi