Þátttaka í nemendamótum er mikilvægur og ómetanlegur þáttur í starfi tónlistarskóla.
Helgina 9. – 10. september tóku nokkrir blásaranemendur Tónlistarskóla Árnesinga þátt í blásarasveitamóti í Vestmannaeyjum og helgina 6. – 8. október sóttu nokkrir strengjanemendur strengjamót á Akureyri. Á hvoru móti fyrir sig tóku þátt um 200 nemendur af öllu landinu.
Að taka þátt í mótum sem þessum er alltaf mikil upplifun. Nemendur fá tækifæri til að leika saman í stórum hljómsveitum undir handleiðslu úrvals stjórnenda. Þeir kynnast nýjum verkefnum og koma alltaf margefldir aftur heim.
Nemendur okkar stóðu sig afskaplega vel á báðum mótunum. Kennurum sem undirbjuggu og fylgdu nemendum og þeim sem stjórnuðu sveitum á mótunum, þökkum við innilega fyrir allan áhugann og faglegu vinnuna sem fylgir mótum sem þessum. Foreldrum þökkum við allan stuðninginn og áhugann.
/Helga Sighv.
Myndir frá lúðrasveitamótinu í Vestmannaeyjum, Kolbrún Berglind Grétarsdóttir.