Fyrstu tónleikar haustsins voru rytmískir deildartónleikar, haldnir í sal skólans á Selfossi þann 5. nóvember. Efnisskráin var mjög fjölbreytt, en fram komu nokkur rytmísk samspil, sum krydduð með fiðlu og söng, þjóðlagaskotin samspil og einleiksatriði á gítar og trommur. Stóðu nemendur sig afskaplega vel og uppskeran glæsileg.