Reglur vegna óveðurs og ófærðar
Skólasvæði Tónlistarskóla Árnesinga nær yfir alla Árnessýslu. Af þeim sökum getur verið misjafnt milli kennslustaða hvort kennsla falli niður eða ekki, bresti á óveður. Eftirfarandi reglur eru því hafðar að leiðarljósi:
- Falli kennsla niður í grunnskóla vegna óveðurs eða ófærðar, fellur kennsla tónlistarskólans líka niður á sama grunnskólasvæði.
- Komist nemandi ekki í kennslustund vegna óveðurs eða ófærðar, ber honum að tilkynna forföll.
- Komist kennari ekki til kennslu vegna óveðurs eða ófærðar, tilkynnir tónlistarskólinn um forföll.
– – –
Nemendur og foreldrar eru beðnir um að fylgjast með veðurspá. – Öryggi fólks er í fyrirrúmi.
Þetta er veðurútlitið kl. 8 – 12, þann 6. febrúar, vegna hvassviðris og úrkomu.
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
vedur.is | Viðvaranir | Veðurstofa Íslands
/Helga Sighv.