Reglur vegna óveðurs og ófærðar

11. desember 2019. Foreldrar eru beðnir um að meta hvort nemandi mætir, út frá aðstæðum.

Reglur vegna óveðurs og ófærðar

Skólasvæði Tónlistarskóla Árnesinga nær yfir alla Árnessýslu. Af þeim sökum getur verið misjafnt milli kennslustaða hvort kennsla falli niður eða ekki, bresti á óveður. Eftirfarandi reglur eru því hafðar að leiðarljósi:

  1. Falli kennsla niður í grunnskóla vegna óveðurs eða ófærðar, fellur kennsla tónlistarskólans líka niður á sama grunnskólasvæði.
  2. Komist nemandi ekki í kennslustund vegna óveðurs eða ófærðar, ber honum að tilkynna forföll.
  3. Komist kennari ekki til kennslu vegna óveðurs eða ófærðar, tilkynnir tónlistarskólinn um forföll.
2019-12-11T08:19:05+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi