Tveir blokkflautunemendur, Kristín Viðja Vernharðsdóttir og Elín Karlsdóttir tóku þátt í Orda-blokkflautukeppni í Amsterdam dagana 24. – 27. október.
Að fá tækifæri til að taka þátt í keppni sem þessari er heilmikið æfintýri og mjög lærdómsríkt, en báðar fengu þær frábærar umsagnir frá dómnefndinni.
Auk þess að leika sjálfar sóttu stúlkurnar fjölda tónleika, m.a. hjá Lucie Horsch blokkflautuleikara.