Kennarar tónlistarskólans er mjög skapandi hópur sem vílar ekki fyrir sér að ráðast í verkefni sem séð er að gagnist skólastarfinu.
Nýjasta afurðin er nýtt tónfræðiefni fyrir byrjendur sem Magnea Gunnarsdóttir tónfræði- og píanókennari, setti saman núna í haust fyrir skólann og þökkum við henni innilega fyrir alla vinnuna sem liggur að baki.
Tónfræðikennsla fer alla jafna fram í hóptímum, en þar sem Tónlistarskóli Árnesinga er dreifður er erfitt að koma við hóptímum svo víða. Svo allir sitji við sama borð fer tónfræðikennsla fyrir byrjendur fram í hljóðfæratímum. Þetta hefur gefist vel, en vantað hefur kennsluefni sem félli að þessum kennsluháttum og því námsefni sem fylgir í kjölfarið.
Nýja kennslubókin heitir Nótnaland, Inngangur að tónfræði. Verður spennandi að sjá hvernig nemendum gengur að tileinka sér leyndardóma tónfræðinnar í gegnum nýja námsefnið.