Tónlistarskóli Árnesinga tók þátt í Nótunni 2021 (uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landsvísu).
Vegna Covid var Nótan óhefðbundin. Ekki var efnt til tónleikahalds um allt land með lokatónleikum í Hörpu eins og hefð er fyrir, heldur var efnt til samstarfs við N4 um að taka við upptökum frá tónlistarskólum víðs vegar að af landinu. N4 setti saman þrjá þætti undir heitinu Net-Nótan (Netnótan – N4). Í 3. þætti má sjá brot úr atriði Tónlistarskóla Árnesinga, en á vef Kennarasambands Íslands má finna myndbandið í heild sinni Suðurland og Suðurnes | Kennarasamband Íslands (ki.is).
Fulltrúi Tónlistarskóla Árnesinga var strengjakvartett skipaður þeim Arndísi Hildi Tyrfingsdóttur á víólu, Elísabet Önnu Dudziak og Ingibjörgu Ólafsdóttur á fiðlur og Katrínu Birnu Sigurðardóttur á selló. Frammistaða þeirra var til fyrirmyndar í alla staði.