Hljómsveitir, samspil, kórar
Nemendur á blásturs- og strokhljóðfæri, slagverk, gítar og söng hefja þátttöku í hljómsveitum eða samspili strax og geta leyfir (á 1. – 3. ári).
Þátttaka í samspili af öllu tagi er gríðarlega mikilvægur þáttur í tónlistarnámi. Nemendur þjálfast í að vinna allir sem einn að sama marki, heyrnrænt, rytmískt og félagslega – og gleðjast ásamt foreldrum yfir góðu verki í lok tónleika. Ómetanleg upplifun fyrir alla.