Mið- og framhaldstónleikar voru haldnir dagana 19. og 20. mars. Það er alltaf gaman að finna orkuna sem býr í þessum nemendahópum, því geta, leikni og sjálfsöryggi eru farin að skila sér í flutningnum og um leið verða verkefnin meira krefjandi. Nemendum, kennurum og meðleikurum eru færðar kærar þakkir fyrir allan undirbúninginn og ljúfar stundir 🙂
Hér fyrir neðan eru myndir frá mið- og framhaldsdeildartónleikunum.
Nemendur og kennarar að afloknum miðdeildartónleikum. Nemendur, kennarar og meðleikarar í lok framhaldsdeildartónleika.
/Helga Sighv.