Mið- og framhaldsdeildartónleikar 3. og 12. mars

Við höfum bjargað okkur með upptökum og Teams-tónleikahaldi í vetur, en eftir heils árs bindindi á hefðbundið tónleikahald fór loks að rofa til í mánuðinum.

Þann 3. mars héldum við miðdeildartónleika og 12. mars tvenna framhaldsdeildartónleika. Tónleikahaldið var auðvitað markað af smitvörnum þannig að þeir voru ekki auglýstir eins og í venjulegu ári og hver flytjandi mátti aðeins taka með sér einn gest – en mikið var ánægjulegt að geta aftur haldið tónleika og fá gesti í salinn.

Framhaldsdeildartónleikunum var líka streymt, sem var frumraun okkar í þeim efnum, og um leið ný leið til miðlunar efnis frá skólanum. Gekk streymið afskaplega vel, enda vorum við með vanan mann á tökkunum, Sigurgeir Skafta Flosason rafbassakennara skólans.

 

2021-03-22T16:22:22+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi