Tveir nemendur Tónlistarskóla Árnesinga léku með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum sveitarinnar sunnudaginn 22. september sl. Þetta voru Katrín Birna Sigurðardóttir á selló og Elísabet Anna Dudziak á fiðlu. Stóðu þær sig með miklum sóma á tónleikunum, en þess má geta að Katrín Birna var leiðari sellódeildar.
Að baki er prufuspil, langur undirbúningstími og þéttar æfingar – og uppskeran 9. sinfónía Beethovens í Eldborgarsal Hörpu, undir stjórn Daniel Raiskin.
Tónleikarnir voru einstaklega skemmtilegir. Auk hljómsveitarinnar komu fram sex kórar og fjórir einsöngvarar og voru í allt um 300 flytjendur á sviði. Frábært tækifæri fyrir alla þá nemendur sem tóku þátt.