Lúðrasveitamót á Akureyri

Lúðrasveitamót var haldið á Akureyri dagana 12. – 14. október, fyrir nemendur úr 8. bekk og eldri sem lokið hafa grunnprófi í hljóðfæraleik.

15 nemendur frá Þorlákshöfn og Selfossi tóku þátt í mótinu ásamt kennurum sínum, þeim Jóhanni, Gesti og Kolbrúnu Berglindi, en þátttakendur komu alls staðar að af landinu. Hópnum var skipt í ýmsar smiðjur þar sem hægt var að læra t.d. á ukulele, steppdans, zumba-dans, spila í stórsveit og ýmislegt fleira.

 

2018-11-01T09:22:31+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi