Þriðja hvert ár, hefur Tónlistarskóli Árnesinga boðið nemendum í framhaldsdeild upp á námskeið sem heitir „Listin að stjórna“.
Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðuatriði varðandi hljómsveitar- og kórstjórn, ásamt því að kynnast útsetningum.
Góður hópur nemenda sækir þetta skemmtilega námskeið í vetur, undir styrkri stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.