Kennslustaðaheimsóknir stjórnar T.Á.

Stjórn Tónlistarskóla Árnesinga (skipuð þremur fulltrúum sveitarfélaga) ásamt skólastjóra, heimsóttu kennslustaði í uppsveitum Árnessýslu þann 25. september. Aðstaða til kennslu er ólík milli kennslustaða, sums staðar góð en annars staðar mætti búa betur að tónlistarkennslunni hvað varðar rými, hljóðeinangrun, hljóðvist og/eða aðgengi.

Viðkomustaðir voru Kerhólsskóli, Bláskógaskóli Laugarvatni, Reykholtsskóli, Flúðaskóli og Félagsheimili Hrunamanna, Þjórsárskóli og bókasafnið í Brautarholti. Stjórnarmenn þakka innilega fyrir góðar móttökur á kennslustöðum Tónlistarskólans.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá stjórnarfólkið þau Erlu Sif Markúsdóttur, Svein Inga Sveinbjörnsson og Kjartan Björnsson, ásamt Gesti Áskelssyni tónlistarkennara og Írisi Önnu Steinarsdóttur skólastjóra Bláskógaskóla á Laugarvatni.

 

2023-10-02T15:14:13+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi