Hljóðfærakynningar í 2. bekk

Hljóðfærakynningar í 2. bekk allra grunnskóla í Árnessýslu, er fastur þáttur í vetrarstarfi Tónlistarskólans.

Í október fá nemendur kynningu á trommum, gítar, rafgítar og píanói og sjá Margrét, Stefán og Vignir um þessa fyrstu sex vikna kynningarlotu vetrarins.

Í nóvember fara af stað kynningar á strengjahljóðfærum, í janúar tréblásturshljóðfærum, í febrúar málmblásturshljóðfærum og í mars fá nemendur upprifjunartíma og syngja saman.

 

Tónlistarskólakennarar skipta með sér kynningunum. Nemendur fá að sjá hljóðfærin, heyra leikið á þau og að lokum að prófa sjálf að ná tóni/spila, sem vekur alltaf mikla gleði og eftirvæntingu.

 

2018-10-17T16:28:53+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi