Hljóðfærakynningar aftur í gang

Það var ánægjulegt að geta sett skipulagðar heimsóknir tónlistarskólans í grunnskólana aftur af stað núna í janúar.

Tónlistarskólinn heimsækir öll börn í 2. bekk í grunnskólum Árnessýslu með hljóðfærakynningar, fimm sinnum yfir veturinn. Vegna Covid féllu kynningarnar niður að miklum hluta fyrir jól, en í síðustu viku fóru kennarar aftur af stað og nú með þéttara prógram til að koma öllum kynningunum að fyrir vorið.

Þeir Stefán og Vignir heimsóttu uppsveitir (þ.e. Kerhólsskóla, Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni og í Reykholti, Flúðaskóla og Þjórsárskóla) og kynntu rytmísk hljóðfæri og klassískan gítar, en þau Guðmundur K. og María kynntu strengjahljóðfærin fyrir nemendum Flóaskóla, Barnaskólans á Stokkseyri og Vallaskóla á Selfossi.

Meðfylgjandi myndir eru frá Vallaskólakynningunni 20. janúar sl., en þá töltu nemendurnir yfir til okkar í tónlistarskólann við Eyraveg.

2021-01-26T09:35:39+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi