Hjörtur B. Hjartarson fór á eftirlaun í vor, eftir 30 ára starf við skólann. Fjöldi nemenda hefur notið leiðsagnar Hjartar á kennsluferlinum, enda hefur hann kennt á fjölmörg hljóðfæri og á mörgum kennslustöðum skólans.
Þökkum við Hirti innilega fyrir öll árin sem hann léði Tónlistarskóla Árnesinga krafta sína.
Meðfylgjandi myndir eru frá skólaslitum í Kerhólsskóla og á Stokkseyri í vor, þar sem Hjörtur kom fram ásamt nemendum sínum.