Hjörtur lætur af störfum

Hjörtur B. Hjartarson fór á eftirlaun í vor, eftir 30 ára starf við skólann.  Fjöldi nemenda hefur notið leiðsagnar Hjartar á kennsluferlinum, enda hefur hann kennt á fjölmörg hljóðfæri og á mörgum kennslustöðum skólans.

Þökkum við Hirti innilega fyrir öll árin sem hann léði Tónlistarskóla Árnesinga krafta sína.

Meðfylgjandi myndir eru frá skólaslitum í Kerhólsskóla og á Stokkseyri í vor, þar sem Hjörtur kom fram ásamt nemendum sínum.

2022-06-14T09:20:58+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi