Hausttónleikar skólans fóru nær allir fram í nóvember, þar sem nemendur komu fram hver hjá sínum kennara. Þá útskrifuðust nokkrir nemendur úr Suzuki-bókum á tónleikum.
Það er mjög gaman að fá tækifæri til að hlýða á alla þessa tónleika og finna um leið hve starf kennaranna er faglegt og metnaðarfullt.
Nemendur hafa staðið sig afskaplega vel og spennandi að fylgjast með framförum þeirra milli ára.
Hér má sjá nokkarar myndir frá hausttónleikum.
/Helga Sighv.