Gjöf til skólans – harpa

Tónlistarskóli Árnesinga finnur oft mikinn hlýhug til starfseminnar og hve stóran sess hann skipar í samfélaginu. Gjafir til skólans er ein birtingarmyndin.

Á dögunum færði einn söngnemenda skólans, Birgitta María Braun, skólanum forláta hörpu að gjöf. Hljóðfærið þarfnast smá viðgerðar, en spennandi að eiga og nýta þetta fallega hljóðfæri þegar fram líða stundir.

Við þökkum Birgittu innilega fyrir gjöfina!

2020-12-14T11:44:23+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi