Fyrstu tónleikar vetrarins

Tónleikahald verður af skornum skammti í vetur vegna fjöldatakmarkana.

27. október voru þó haldnir tónleikar þar sem tveir nemendur fengu tækifæri til að spila í gegnum verk ásamt kennurum sínum og meðleikara.

Þetta voru þær Íris Beata Dudziak, píanó og Katrín Birna Sigurðardóttir, selló, sem báðar undirbúa framhaldspróf frá skólanum í vor.

Með Írisi og Katrínu á myndinni eru kennararnir Ester Ólafsdóttir og Ulle Hahndorf og Einar Bjartur Egilsson meðleikari.

2020-11-03T15:37:03+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi