Fyrirhuguðum tónleikum 11. febrúar er aflýst vegna veðurs

Sælir kæru nemendur og foreldrar

 

Aflýst er fyrirhuguðum þematónleikum sem vera áttu laugardaginn 11. febrúar (Þorlákshöfn kl. 10, Aratungu kl. 12:30, Hveragerði kl. 15 og Selfossi kl. 10, 12:30 og 15).

 

Á morgun er spáð sunnan- og suðvestan hvassvirði eða stormi 18 – 25 m/s, með snörpum vindhviðum við fjöll. Víða er að auki hálka eða hálkublettir á vegum. Af þessum sökum viljum við ekki taka þá áhættu að fólk lendi í óhöppum og aflýsum því tónleikunum.

 

Okkur þykir þetta mjög leitt, enda fjöldi nemenda og kennara búnir að undirbúa skemmtilega dagskrá. Takk fyrir allan undirbúninginn, en vonandi nýtast atriðin á næstu dögum og vikum við önnur tilefni.

 

Látið fara sem best um ykkur heima, í rokinu.

Bestu kveðjur,

Helga Sighvatsdóttir

skólastjóri

2023-02-10T19:57:35+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi