Framhaldsprófstónleikar Hildar Tönju

Hildur Tanja Karlsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarskóla Árnesinga með framhaldspróf á fiðlu vorið 2023. Framhaldsprófstónleikarnir fóru fram í Hveragerðiskirkju 15. maí og voru þeir afskaplega glæsilegir. Aðrir flytjendur á tónleikunum voru Milós Dalmay á píanó og Elísabet Anna Dudziak á fiðlu. Það var María Weiss fiðlukennari sem fylgdi Hildi Tönju í gegnum framhaldsprófið, en á myndinni er einnig Guðmundur Pálsson fiðlukennari sem fylgdi henni fyrstu skrefin.

Við óskum Hildi Tönju innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.

/Helga Sighvatsdóttir

2023-09-29T18:41:04+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi