Framhaldsdeildartónleikar fóru fram 25. mars í sal skólans á Selfossi. Á tónleikunum komu fram nemendur sem hafa lokið miðprófi. Var mjög ánægjulegt að hlýða á þróttmikinn og vandaðan hljóðfæraleik nemendanna. Eins og á fyrri tónleikum marsmánaðar var þakklæti gestum og flytjendum ofarlega í huga, enda tækifæri til tónleikahalds undanfarið verið mun færri en í venjulegu ári.
Á myndinni má sjá nemendur og meðleikara sem fram komu á tónleikunum ásamt kennurum, að tónleikum loknum.