Fiðlukvartett í Listasafni Árnesinga.

Fiðlukvartett í Listasafni Árnesinga. Fimmtudaginn 21. mars stóðu Bókabæirnir austan fjalls fyrir margmála ljóðakvöldi í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Fiðlukvartett, skipaður nemendum Maríu Weiss, þeim Ásthildi, Bryndísi Heklu, Guðrúnu Birnu og Hugrúnu Birnu, lék tvö skemmtileg verk á ljóðakvöldinu. Þarna fléttuðust saman myndlist, ljóðlist og tónlist á mjög skemmtilegan hátt í listrænu umhverfi undir stjórn Jónínu Sigurjónsdóttur sem hélt utan um dagskrána.

/Helga Sighv.

2024-03-23T12:49:46+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi