Tónlistarskóli Árnesinga fær alltaf af og til gefins hljóðfæri, nótnabækur og annað sem tengist tónlistarnámi.
Nýjasta búbótin er fiðla sem skólinn fékk að gjöf frá Ísólfi Gíslasyni í Hveragerði, núna í febrúar.
Tónlistarskólinn þakkar Ísleifi þann hlýhug sem fylgir þessari góðu gjöf, en fiðlan mun án efa nýtast efnilegum fiðlunemendum skólans á komandi árum.