Það er ánægjulegt hve líflegt skólastarfið er þrátt fyrir allt.
Eyrún Huld Ingvarsdóttir tók þátt í fiðlukeppni á vegum pólska sendiráðsins í haust. Vegna Covid var hætt við tónleika, en nemendur sendu inn myndband með hljóðfæraleiknum í staðinn.
Eyrún lék 3. þátt úr konsert í g-moll eftir Vivaldi og Salut d’amour eftir Edward Elgar, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.
Í gær var tilkynnt um úrslit, þar sem Eyrún Huld vann í sínum aldursflokki.
Við sendum Eyrúnu og kennara hennar Guðmundi Pálssyni innilegar hamingjuóskir!