Endurmenntun kennara

Á starfsdögum höldum við m.a. ýmis námskeið eða fyrirlestra um málefni sem gagnast kennurum í starfi.

19. ágúst sl. sátu kennarar námskeið Maríönnu Guðbergsdóttur frá Jafnréttisskólanum, sem bar heitið: Háværir strákar og sætar stelpur, en það fjallar m.a. um staðalmyndir kynjanna, mikilvægi jafnréttisfræðslu og að bera kennsl á staðalmyndir sem geta verið hamlandi og jafnvel skaðandi fyrir nemendur. Var fyrirlesturinn og hópastarfið sem fylgdi, gott veganesti út í veturinn.

Á kennaraþingi 26. sept. var svo fjallað um breytingar á aðalnámskrá tónlistarskóla (sem er í umsagnarferli) og menntun og starfsþróun tónlistarskólakennara í Listaháskóla Íslands.

/Helga Sighv.

2024-10-01T15:46:40+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi