Dagur tónlistarskólanna 8. febrúar

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 8. febrúar.

Í tilefni dagsins stóð Tónlistarskóli Árnesinga fyrir sjö svæðistónleikum um alla sýslu. Þrennir þeirra voru á Selfossi, en aðrir voru í Aratungu, Árnesi, Hveragerðiskirkju og Þorlákskirkju.

Dagurinn var afskaplega líflegur og skemmtilegur, enda komu fram um 250 nemendur á tónleikunum sjö, eða um helmingur nemenda skólans. Kennarar skiptu með sér verkum, um leið og þeir fylgdu nemendum á hverja tónleikana á fætur öðrum. Þema vetrarins er teiknimynda- og tölvuleikjatónlist og litaði það dagskrárnar með fjölbreytni og skemmtilegheitum. Kennarar og stjórnendur voru mjög ánægðir í lok þessa langa dags og stoltir af nemendum sínum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.

2020-02-17T10:36:06+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi