Laus pláss á blásturshljóðfæri

2020-10-01T10:41:49+00:00
Það eru örfá laus pláss á blásturshljóðfæri á Selfossi og í Þorlákshöfn. Nemendur sem vilja læra á trompet, horn, básúnu, þverflautu, saxófón eða klarínettu eru velkomnir, en aðeins er um örfá pláss að ræða. Krakkar í 3. eða 4. bekk grunnskóla eru á kjöraldri.
Blásarakrakkar fara strax og geta leyfir í blásarasveit og fá þar mikinn félagsskap.
Áhugasamir hafi samband við skrifstofu eða sæki um á heimasíðu skólans tonar.is
Fyrstir koma, fyrstir fá.
Laus pláss á blásturshljóðfæri2020-10-01T10:41:49+00:00

Framhaldsprófstónleikar Margrétar Guangbing Hu

2020-06-02T11:13:03+00:00

Það er alltaf ánægjulegt og stór áfangi þegar nemendur ljúka framhaldsprófi frá tónlistarskólanum. Í vor lauk Margrét Guangbing Hu framhaldsprófi og hélt tilheyrandi tónleika í Hveragerðiskirju þann 28. maí sl. Til gamans má geta þess að Margrét er yngsti nemandi Tónlistarskóla Árnesinga sem lýkur framhaldsprófi, en hún útskrifast frá Grunnskólanum í Hveragerði í vor.

Margrét hóf Suzuki-píanónám við Tónlistarskóla Árnesinga árið 2009, þá  5 ára gömul, en kennari hennar frá upphafi hefur verið Ester Ólafsdóttir. Hún hefur komið fram við fjölda tækifæra innan og utan skólans og tók m.a. þátt í svæðistónleikum Nótunnar  (uppskeruhátíð tónlistarskólanna) í Hafnarfirði 2014. Hún lék líka í […]

Framhaldsprófstónleikar Margrétar Guangbing Hu2020-06-02T11:13:03+00:00

Umsóknir um skólavist 2020 – 2021

2020-05-06T09:14:59+00:00

Nemendur sem óska eftir skólavist veturinn 2020 – 2021 sækja um rafrænt með því að smella á hnappinn UMSÓKN UM SKÓLAVIST hér fyrir ofan.

(Núverandi nemendur sækja um í gegnum foreldragátt).

 

Í þessum hlekk (Dreifibréf 2020) má sjá upplýsingar um það nám sem í boði er, en þær er jafnframt að finna hér á heimasíðu skólans.

 

Umsóknir um skólavist 2020 – 20212020-05-06T09:14:59+00:00

Kennsla frá 4. maí

2020-05-06T09:04:03+00:00

Það hallar í lok þessa sérstaka vetrar. Ekki er hægt að segja annað en að nemendur, foreldrar og kennarar hafi tekist á við aðstæðurnar af miklum dugnaði og æðruleysi. Framfarir nemenda hafa í raun verið undraverðar þrátt fyrir allt.

Einkatímar, undirleikstímar og tónfræðitímarkennsla hefst á ný á öllum kennslustöðum, samkvæmt stundaskrá.

ATH. Nemendur, foreldrar og kennarar hafa áfram val um fjarkennslu.

 

Hljómsveitaæfingar og samspilstímar falla niður.

 

Umgengnisreglur á kennslustöðum eru í samræmi við tilmæli almannavarna og mikilvægt að slaka ekki á þeim.

– Vandaður handþvottur fyrir hverja kennslustund.

– Sprittun snertiflata milli nemenda.

– 2 metrar milli manna (eldri en 16 ára).

– Umferð foreldra í húsnæði […]

Kennsla frá 4. maí2020-05-06T09:04:03+00:00

Tónlistarskóli í samkomubanni – „iðandi af lífi“

2020-04-03T08:12:53+00:00

Að baki er langur og skrítinn mánuður.

Frá og með mánud. 30. mars fer öll kennsla fram í fjarkennslu – og við höldum áfram fjarkennslu eftir páskafrí, þar til annað verður ákveðið.

Þó það sé ekki sýnilegt, þá er skólinn „iðandi af lífi“ frá morgni til kvölds. Kennarar hafa verið duglegir að skoða ýmsa fjarkennslumöguleika. Flestir kenna í gegnum Messenger, Skype, Zoom, Whereby, Google Hangout, Teams eða Facetime. Til viðbótar leggja kennarar inn verkefni, skanna og senda nótur og fá upptökur frá nemendum. Kennsla yngstu nemendanna fer fram í gegnum foreldrana.

Undirleikur felst aðallega í því að senda nemendum upptökur að undirleik, en einnig hefur […]

Tónlistarskóli í samkomubanni – „iðandi af lífi“2020-04-03T08:12:53+00:00

Suzukiútskriftir

2020-03-24T16:28:31+00:00

Suzukikennsla stendur traustum fótum í Tónlistarskóla Árnesinga og býður skólinn upp á fjölbreytt úrval hljóðfæra fyrir nemendur sína.

Kennslan er ætluð yngsta aldurshópnum og byggir námið ekki hvað síst á þátttöku foreldra og hlustun. Þegar nemendur hafa lokið hverri námsbók, útskrifast þeir úr bókinni með því að leika ákveðin lög á tónleikum.

Suzuki-útskriftartónleikar eru alltaf hátíðlegir og gaman að taka á móti skírteini í lok þeirra.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur og kennara að afloknum tónleikum. Til hamingju!

   

 

Suzukiútskriftir2020-03-24T16:28:31+00:00

Fjölbreytt hlutverk tónlistarskólans

2020-03-12T16:56:05+00:00

Verkefni nemenda og kennara tónlistarskólans eru mjög fjölbreytt.

Auk hefðbundinna tónleika og heimsókna eru nemendur og kennarar sýnilegir víða í samfélaginu.

Þeir heimsækja hjúkrunarheimili reglulega allan veturinn með hljóðfæraleik og söng. Hér má sjá fiðlunemendur leika á Fossheimum fyrr í vetur.

    

Nokkrir nemendur léku á upplestrarkeppnum grunnskólanna í liðinni viku. – Meðfylgjandi myndir voru teknar í Vallaskóla 28. mars.

 

Kennarar eru allan veturinn á flakki milli grunnskóla með hljóðfærakynningar og […]

Fjölbreytt hlutverk tónlistarskólans2020-03-12T16:56:05+00:00

Dagur tónlistarskólanna 8. febrúar

2020-02-17T10:36:06+00:00

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 8. febrúar.

Í tilefni dagsins stóð Tónlistarskóli Árnesinga fyrir sjö svæðistónleikum um alla sýslu. Þrennir þeirra voru á Selfossi, en aðrir voru í Aratungu, Árnesi, Hveragerðiskirkju og Þorlákskirkju.

Dagurinn var afskaplega líflegur og skemmtilegur, enda komu fram um 250 nemendur á tónleikunum sjö, eða um helmingur nemenda skólans. Kennarar skiptu með sér verkum, um leið og þeir fylgdu nemendum á hverja tónleikana á fætur öðrum. Þema vetrarins er teiknimynda- og tölvuleikjatónlist og litaði það dagskrárnar með fjölbreytni og skemmtilegheitum. Kennarar og stjórnendur voru mjög ánægðir í lok þessa langa dags og stoltir af nemendum […]

Dagur tónlistarskólanna 8. febrúar2020-02-17T10:36:06+00:00

Með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

2020-01-28T08:30:26+00:00

Laugardaginn 25. janúar léku þrír nemendur Tónlistarskóla Árnesinga með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, í Langholtskirkju í Reykjavík. Þetta voru þau Hildur Tanja Karlsdóttir, Ingibjörg Óafsdóttir og Óttar Pétursson. Þau mættu á 12 æfingar til Reykjavíkur í janúar, og þrátt fyrir köflótt veðurfar gekk æfingadagskráin upp.

Að fá tækifæri til að taka þátt í stóru verkefni sem þessu (með um 80 öðrum flytjendum) er mjög eflandi og ómetanlegt fyrir nemendur. Á dagskrá voru þrjú verk. Pequene Czarda eftir Iturralde, Danzón nr. 2 eftir Márquez og þættir úr Camensvítum I og II eftir Bizet.

Stjórnandi tónleikanna var Guðmundur Óli Gunnarsson, en til gamans má geta þessa að […]

Með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna2020-01-28T08:30:26+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi