Tónleikahald í upphafi skólaárs
2021-10-04T14:08:39+00:00Skólaárið fer vel af stað og erum við þakklát fyrir að tónleikahald fer líka af stað með eðlilegum hætti að þessu sinni.
Nemendur skólans hafa komið fram við skólasetningar grunnskóla, í útvarpsmessu, á kennaraþingi tónlistarskólakennara, með Ungsveit SÍ í Hörpu o.fl.
Á kennaraþinginu 24. september á Hótel Örk léku þau Guðbergur Davíð Ágústsson á gítar og Eyrún Huld Ingvarsdóttir á fiðlu við píanóundirleik Einars Bjarts Egilssonar.
Á glæsilegum tónleikum með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 26. september léku tveir fiðlunemendur, þær Hildur Tanja Karlsdóttir og Elísabet […]