Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

2020-12-18T11:08:05+00:00

Með þessari upptöku af laginu Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns, óskar starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. (Færið bendilinn yfir heiti lagsins og smellið til að hlusta).

Hljóðfæraleikarar:
Elísabet Anna Dudziak fiðla
Ingibjörg Ólafsdóttir, fiðla
Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, víóla
Katrín Birna Sigurðardóttir, selló
Íris Beata Dudziak, píanó

Aðlögun og útsetning tónlistar. Jóhann I. Stefánsson
Umsjón. Guðmundur Kristmundsson.

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga2020-12-18T11:08:05+00:00

Eyrún Huld vann F. Janiewicz keppnina 2020, í sínum aldursflokki

2020-12-14T14:46:09+00:00

Það er ánægjulegt hve líflegt skólastarfið er þrátt fyrir allt.

Eyrún Huld Ingvarsdóttir tók þátt í fiðlukeppni á vegum pólska sendiráðsins í haust. Vegna Covid var hætt við tónleika, en nemendur sendu inn myndband með hljóðfæraleiknum í staðinn.

Eyrún lék 3. þátt úr konsert í g-moll eftir Vivaldi og Salut d’amour eftir Edward Elgar, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.

Í gær var tilkynnt um úrslit, þar sem Eyrún Huld vann í sínum aldursflokki.

Við sendum Eyrúnu og kennara hennar Guðmundi Pálssyni innilegar hamingjuóskir!

 

Eyrún Huld vann F. Janiewicz keppnina 2020, í sínum aldursflokki2020-12-14T14:46:09+00:00

Gjöf til skólans – harpa

2020-12-14T11:44:23+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga finnur oft mikinn hlýhug til starfseminnar og hve stóran sess hann skipar í samfélaginu. Gjafir til skólans er ein birtingarmyndin.

Á dögunum færði einn söngnemenda skólans, Birgitta María Braun, skólanum forláta hörpu að gjöf. Hljóðfærið þarfnast smá viðgerðar, en spennandi að eiga og nýta þetta fallega hljóðfæri þegar fram líða stundir.

Við þökkum Birgittu innilega fyrir gjöfina!

Gjöf til skólans – harpa2020-12-14T11:44:23+00:00

Nýtt tónfræðiefni

2020-12-14T11:32:56+00:00

Kennarar tónlistarskólans er mjög skapandi hópur sem vílar ekki fyrir sér að ráðast í verkefni sem séð er að gagnist skólastarfinu.

Nýjasta afurðin er nýtt tónfræðiefni fyrir byrjendur sem Magnea Gunnarsdóttir tónfræði- og píanókennari, setti saman núna í haust fyrir skólann og þökkum við henni innilega fyrir alla vinnuna sem liggur að baki.

Tónfræðikennsla fer alla jafna fram í hóptímum, en þar sem Tónlistarskóli Árnesinga er dreifður er erfitt að koma við hóptímum svo víða. Svo allir sitji við sama borð fer tónfræðikennsla fyrir byrjendur fram í hljóðfæratímum. Þetta hefur gefist vel, en vantað hefur kennsluefni sem félli að þessum kennsluháttum og því […]

Nýtt tónfræðiefni2020-12-14T11:32:56+00:00

Skólahald til áramóta

2020-12-09T15:38:00+00:00

Til foreldra og nemenda

Nýjar sóttvarnareglur varðandi skóla hafa litlar breytingar í för með sér fram til jóla, en von er á nýjum reglum frá áramótum

 

Skólahald til áramóta verður sem hér segir:

Einkatímar – kennt skv. stundaskrá eins og verið hefur og eftir sömu reglum um takmarkanir.

Tónfræðihópar – kennt skv. stundaskrá í staðkennslu. Grímuskylda afnumin hjá nemendum á grunnskólaaldri, en huga áfram að tveggja metra reglu og grímunotkun hjá 16 ára og eldri.

Samspils- og hljómsveitaæfingar – fara almennt í gang, en með takmörkunum um fjölda, fjarlægðir og grímur skv. reglugerðinni.

* ATH. sérstaklega: Suzuki-hóptímar mega starfa, en foreldrar mega aðeins koma með nemendum á […]

Skólahald til áramóta2020-12-09T15:38:00+00:00

Fyrstu tónleikar vetrarins

2020-11-03T15:37:03+00:00

Tónleikahald verður af skornum skammti í vetur vegna fjöldatakmarkana.

27. október voru þó haldnir tónleikar þar sem tveir nemendur fengu tækifæri til að spila í gegnum verk ásamt kennurum sínum og meðleikara.

Þetta voru þær Íris Beata Dudziak, píanó og Katrín Birna Sigurðardóttir, selló, sem báðar undirbúa framhaldspróf frá skólanum í vor.

Með Írisi og Katrínu á myndinni eru kennararnir Ester Ólafsdóttir og Ulle Hahndorf og Einar Bjartur Egilsson meðleikari.

Fyrstu tónleikar vetrarins2020-11-03T15:37:03+00:00

Hljóðfærakynningar í 2. bekk grunnskólanna

2020-11-03T15:35:51+00:00

Einn af föstum þáttum í starfi Tónlistarskóla Árnesinga er að heimsækja 2. bekk í öllum grunnskólum Árnessýslu með hljóðfærakynningar.

Aðstæður hafa verið misjafnar í haust og breyst milli daga, svo við höfum þurft að fresta heimsóknum, en þrátt fyrir ýmiskonar hömlur á skólastarfi hefur okkur tekist að vera með hljóðfærakynningar í fjórum skólum í haust. Öllum kynningum hefur núna verið frestað fram yfir 17. nóvember.

Í október heimsótti 2. bekkur Vallaskóla tónlistarskólann og kynntist rytmískum hljóðfærum og klassískum gítar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Vigni kynna gítarinn.

Við þökkum nemendum og kennurum Vallaskóla innilega fyrir komuna.

[…]

Hljóðfærakynningar í 2. bekk grunnskólanna2020-11-03T15:35:51+00:00

Engin kennsla mánudaginn 2. nóvember

2020-11-02T10:01:14+00:00

Öll kennsla fellur niður mánudaginn 2. nóvember. Stjórnendur og kennarar fara yfir nýja reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.

Engin kennsla mánudaginn 2. nóvember2020-11-02T10:01:14+00:00

Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands

2020-10-02T09:11:52+00:00

Það var stór stund í tónlistarsögu Sunnlendinga þegar stofnuð var Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á haustdögum. Stjórnandi sveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson, en hann kom einnig að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fyrir 27 árum síðan og var stjórnandi hennar í 22 ár. Hér er því byggt á mikilli reynslu.

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hélt sína fyrstu tónleika 16. september og voru það grunnskólanemendur í Þorlákshöfn, Hveragerði og uppsveitum sem fengu að njóta þeirrar skemmtilegu dagskrár sem boðið var uppá. Því miður tókst ekki að halda tónleika í Árborg vegna Covid.

Það er gaman að geta þess að kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skipuðu að stórum hluta hina nýstofnuðu hljómsveit, auk […]

Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands2020-10-02T09:11:52+00:00

Gjöf til skólans

2020-10-06T10:37:17+00:00

Tónlistarskóla Árnesinga berast af og til gjafir frá velunnurum.

Þannig var það þegar Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, foreldri og nemandi við skólann, kom færandi hendi á dögunum með þráðlausan Sennheiser míkrófón og mixer. Gjöfina sagði hún vera í minningu bróður síns Sigurðar Björnssonar, sem lést 2006, „var mikill tónlistaraðdáandi, elskaði Bítlana og hlustað mikið á tónlist“.

Ætlunin er að tækin nýtist bæði rytmísku- og söngdeildinni og er andvirði hennar um 70.000 krónur.

Við þökkum Ingibjörgu Elsu innilega fyrir gjöfina og hlýhug til tónlistarskólans.

Við afhendingu gjafarinnar 1. október 2020

Gjöf til skólans2020-10-06T10:37:17+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi