Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi

2022-03-21T14:37:21+00:00

Svæðistónleikar Nótunnar (uppskeruhátíðar tónlistarskóla) fóru fram í Salnum í Kópavogi laugard. 19. mars. Á tónleikunum komu fram nemendur frá Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Kraganum, þ.á.m. þrjú atriði frá Tónlistarskóla Árnesinga:

Rytmíska sveitin ÍSA-tríó, flutti lagið So what eftir Miles Davis, en sveitina skipa þeir Ívar Dagur Sævarsson rafgítar, Arilíus Smári Orrason, rafbassi og Samúel Guðmundsson trommur,

Arnar Gísli Sæmundsson söng við undirleik Margrétar S. Stefánsdóttur lagið Parla più piano eftir Nino Rota úr kvikmyndinni Guðföðurnum og

þrír gítarleikarar, þeir Albert Hellsten Högnason, Ásgeir Ægir Gunnarsson og Guðbergur Davíð Ágústsson léku Partial Eclipse eftir Richard Charlton.

Allir stóðu nemendurnir sig afskaplega vel og skólanum til mikils sóma. […]

Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi2022-03-21T14:37:21+00:00

Hljóðfærakynningar í grunnskólum Árnessýslu

2022-03-29T09:05:44+00:00

Deildarstjórar og kennarar Tónlistarskóla Árnesinga heimsækja núna nemendur í 2. bekk allra grunnskóla Árnessýslu með hljóðfærakynningar.

Hver skóli fær fimm heimsóknir í allt, en í hverri heimsókn er lögð áhersla á ákveðinn hljóðfæraflokk. Í fyrstu heimsókn er klassískur gítar og rytmísku hljóðfærin kynnt, í annarri heimsókn koma strengjahljóðfæri, þá tréblásturshljóðfæri og loks málmblásturshljóðfæri. Í lokatímanum er píanóið kynnt, farið í upprifjun og sungið, eins og reyndar í öllum heimsóknunum.

Við þökkum innilega fyrir hlýjar móttökur í grunnskólunum!

Frá hljóðfærakynningum fyrir nemendur í Vallaskóla og í Reykholti.

Hljóðfærakynningar í grunnskólum Árnessýslu2022-03-29T09:05:44+00:00

Miðdeildartónleikarnir skemmtilegir að vanda

2022-03-18T13:21:08+00:00

Miðdeildartónleikar fóru fram 17. mars í sal skólans á Selfossi. Skemmtilega fjölbreytt dagskrá bæði efnislega og hvað hljóðfæri varðar – og greinilegt að nemendur eru farnir að ná góðum tökum á hljóðfærin á þessu stigi. Nemendum og kennurum var klappað lof í lófa í lok tónleika.

Nemendur og kennarar að afloknum miðdeildartónleikum.

Miðdeildartónleikarnir skemmtilegir að vanda2022-03-18T13:21:08+00:00

Söngdeildartónleikar í Selfosskirkju

2022-03-14T14:11:43+00:00

Söngdeildartónleikar fóru fram 10. mars í Selfosskirkju og var gleðin nær áþreifanleg á tónleikunum. Þessir tónleikar áttu upphaflega að fara fram í desember, en höfðu frestast og frestast vegna covid og ófærðar.

Á tónleikunum kom fram breiður nemendahópur allt frá byrjendum til nemenda sem stefna á námslok í vor. Þá sungu tveir sönghópar, þ.e. söngfuglar, skipaðir yngri söngnemendum frá Flúðum, Selfossi og Hveragerði og eldri sönghópur skipaður einsöngsnemendum. – Yndisleg stund.

Sönghópur                […]

Söngdeildartónleikar í Selfosskirkju2022-03-14T14:11:43+00:00

Nýr ritari 1. mars

2022-03-14T13:33:25+00:00

Nýr ritari tók til starfa 1. mars sl. þegar Anna Jónsdóttir tók við keflinu af Guðrúnu Helgadóttur.
Um leið og við þökkum Guðrúnu innilega fyrir ánægjulegt samstarf sl. ár, bjóðum við Önnu hjartanlega velkomna og óskum henni allra heilla í nýja starfinu.

Guðrún og Anna

Nýr ritari 1. mars2022-03-14T13:33:25+00:00

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

2022-01-06T07:59:59+00:00

Það var lítið um hefðbundna jólaspilamennsku í desember vegna Covid. Samt sem áður náðum við mjög skemmtilegu verkefni með um 60 nemendum og kennurum þann 16. desember þegar fram fóru upptökur á jólakveðju Tónlistarskóla Árnesinga 2021. Vegna fjöldatakmarkana var nemendum skipt í fimm hæfilega stóra hópa sem teknir voru upp hver fyrir sig.

Margir kennarar undirbjuggu nemendur og aðstoðuðu við upptökur.

 

Með jólakveðju Tónlistarskóla Árnesinga sendum við nemendum og fjölskyldum þeirra óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár.

Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða 😊

 

Jólakveðjan er undir þessari slóð: Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

[…]

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga2022-01-06T07:59:59+00:00

Fjölbreytt tónleikahald í nóvember

2021-12-01T16:00:02+00:00

Tónleikahald í nóvember hefur verið mjög líflegt og skemmtilegt, þó fresta hafi þurft stærstu viðburðum haustannar eins og strengja- og söngdeildatónleikum.

Fyrstu tónleikar haustsins voru rytmískir deildartónleikar þann 5. nóvember. Svo hafa tekið við hverjir tónleikarnir á fætur öðrum, bæði hausttónleikar kennaranna og deildatónleikar.

Það hefur verið dásamlegt að fá tækifæri til að heyra aftur í nemendunum og sjá hvað kennarar hafa náð góðum árangri með nemendum sínum. Efnisskrár tónleikanna hafa verið mjög fjölbreyttar og nemendur staðið sig afskaplega vel.

Til hamingju bæði nemendur og kennarar!

[…]

Fjölbreytt tónleikahald í nóvember2021-12-01T16:00:02+00:00

Rytmískir deildartónleikar – fjölbreytt dagskrá

2021-11-11T08:32:10+00:00

Fyrstu tónleikar haustsins voru rytmískir deildartónleikar, haldnir í sal skólans á Selfossi þann 5. nóvember. Efnisskráin var mjög fjölbreytt, en fram komu nokkur rytmísk samspil, sum krydduð með fiðlu og söng, þjóðlagaskotin samspil og einleiksatriði á gítar og trommur. Stóðu nemendur sig afskaplega vel og uppskeran glæsileg.

Rytmískir deildartónleikar – fjölbreytt dagskrá2021-11-11T08:32:10+00:00

Samæfing söngfugla

2021-11-05T10:50:54+00:00

Sameiginleg æfing söngfugla varð loks að veruleika þann 21. október, þegar söngfluglar frá Flúðum, Hveragerði og Selfossi hittust eftir langa bið. Söngfuglar eru 10 – 15 ára nemendur sem fá söngþjálfun í litlum hópum og var sungið af hjartans list undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og Margrétar S. Stefánsdóttur.

Allt starf stærri hópa og sameiginleg verkefni hafa verið þung í skauti sl. tvö ár og því voru nemendur og kennarar mjög þakklátir fyrir að geta loks hist og sungið saman.

Samæfing söngfugla2021-11-05T10:50:54+00:00

Net-Nótan 2021

2021-10-20T15:48:23+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga tók þátt í Nótunni 2021  (uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landsvísu).

Vegna Covid var Nótan óhefðbundin. Ekki var efnt til tónleikahalds um allt land með lokatónleikum í Hörpu eins og hefð er fyrir, heldur var efnt til samstarfs við N4 um að taka við upptökum frá tónlistarskólum víðs vegar að af landinu. N4 setti saman þrjá þætti undir heitinu Net-Nótan (Netnótan – N4). Í 3. þætti má sjá brot úr atriði Tónlistarskóla Árnesinga, en á vef Kennarasambands Íslands má finna myndbandið í heild sinni Suðurland og Suðurnes | Kennarasamband Íslands (ki.is).

Fulltrúi Tónlistarskóla Árnesinga var strengjakvartett skipaður þeim Arndísi Hildi Tyrfingsdóttur […]

Net-Nótan 20212021-10-20T15:48:23+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi