Ný stjórn Tónlistarskóla Árnesinga

2022-08-18T18:41:43+00:00

Ný stjórn Tónlistarskóla Árnesinga hélt sinn fyrsta fund að Eyravegi 9 á Selfossi þann 16. ágúst, en í stjórn skólans sitja þrír fulltrúar frá sveitarfélögum Árnessýslu, auk skólastjórnenda.

Stjórnina skipa að þessu sinni: Kjartan Björnsson, formaður (úr Sveitarfélaginu Árborg), Erla Sif Markúsdóttir, varaformaður (úr Sveitarfélaginu Ölfusi) og Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, ritari (úr Bláskógabyggð).

Að fundi loknum og kynningu á starfsemi skólans, var litið við á kennslustöðum á Selfossi, þ.e. að Eyravegi 15, Vallaskóla og Sunnulækjarskóla, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Við óskum nýrri stjórn velfarnaðar í sínu starfi.

Sveinn Ingi, Erla Sif, Jóhann I. Stefánsson aðstoðarskólastjóri og […]

Ný stjórn Tónlistarskóla Árnesinga2022-08-18T18:41:43+00:00

Strengjanemendur léku í Tívolí í Kaupmannahöfn

2022-06-16T19:29:55+00:00

Fjórir fiðlunemendur Tónlistarskóla Árnesinga sóttu stutt hnitmiðað námskeið í Kaupmannahöfn í lok maí, ásamt tveimur nemendum úr MÍT og einum frá Tónskóla Sigursveins. Var námskeiðið undanfari árlegra vortónleika „Det danske Suzuki Institut” sem haldnir eru í Tívólí-tónleikasalnum í Kaupmannahöfn.

Tveir kennarar fylgdu íslenska hópnum, þau Guðmundur Kristmundsson og Greta Guðnadóttir fiðluleikari. Gefum Guðmundi orðið:

Eftir æfingar hér heima var haldið til Kaupmannahafnar þar sem sameinuðust nemendur frá Danmörku, Póllandi og Úkraínu. Æft var stíft daglangt 26. – 27. maí í “Músikhúsinu”, geysifallegu tónleikahúsi frá 18. öld sem staðsett er í miðborg Kaupmannahafnar. Þar er fjöldi sala af ýmsum stærðum og greinilegt að tónlistin […]

Strengjanemendur léku í Tívolí í Kaupmannahöfn2022-06-16T19:29:55+00:00

Tónlistarkennarar planta í Hafnarskógi

2023-01-27T08:30:02+00:00

Kennarar tónlistarskólans luku skólaárinu 2021 – 2022 með því að planta 3.360 birkiplöntum í Hafnarskóg í Ölfusi.

Það var 11 manna hópur vaskra kennara sem kom plöntunum í jörð undir dyggri leiðsögn Hrannar frá skógræktinni.

   

/Helga Sighv.

Tónlistarkennarar planta í Hafnarskógi2023-01-27T08:30:02+00:00

Hjörtur lætur af störfum

2022-06-14T09:20:58+00:00

Hjörtur B. Hjartarson fór á eftirlaun í vor, eftir 30 ára starf við skólann.  Fjöldi nemenda hefur notið leiðsagnar Hjartar á kennsluferlinum, enda hefur hann kennt á fjölmörg hljóðfæri og á mörgum kennslustöðum skólans.

Þökkum við Hirti innilega fyrir öll árin sem hann léði Tónlistarskóla Árnesinga krafta sína.

Meðfylgjandi myndir eru frá skólaslitum í Kerhólsskóla og á Stokkseyri í vor, þar sem Hjörtur kom fram ásamt nemendum sínum.

Hjörtur lætur af störfum2022-06-14T09:20:58+00:00

Vortónleikar og skólaslit loks aftur með hefðbundnu sniði

2022-06-14T09:27:13+00:00

Vortónleikar og skólaslit voru loks aftur haldin með hefðbundnu sniði núna í vor.

Eftir tveggja ára hlé fengu nemendur aftur að láta ljós sitt skína og foreldrar og aðrir aðstandendur að heyra allt það blómlega starf sem hefur verið hulið á covid-timanum.

Alls voru haldnir um 30 vortónleikar og Suzuki-útskriftir um alla Árnessýslu og 10 skólaslit (þ.e. á öllum kennslustöðum skólans) og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið líf og fjör þessar síðustu vikur skólaársins. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og voru sér og kennurum sínum til mikils sóma.

Með myndunum hér fyrir neðan má fá örlitla innsýn í […]

Vortónleikar og skólaslit loks aftur með hefðbundnu sniði2022-06-14T09:27:13+00:00

Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla og Elísabetar Önnu

2022-09-29T15:37:10+00:00

Tveir nemendur útskrifuðust frá Tónlistarskóla Árnesinga í vor með framhaldspróf – og héldu tilheyrandi tónleika sem báðir fóru fram í Hveragerðiskirkju. Tónleikar beggja útskriftarnemendanna voru afskaplega glæsilegir og skemmtilegir. Áheyrendur sem fylltu Hveragerðiskirkju, klöppuðu nemendum og öðrum flyjendum lof í lófa í lok tónleikanna.

Þriðjud. 17. maí hélt Arnar Gísli Sæmundsson söngtónleika, en aðrir flytjendur voru Ester Ólafsdóttir píanómeðleikari og sönghópur undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, sem jafnframt var söngkennari Arnars Gísla.

 

Fimmtud. 19. maí hélt Elísabet Anna Dudziak, fiðlutónleika. Aðrir flytjendur voru Miklós Dalmay píanómeðleikari, Hildur Tanja Karlsdóttir og Eyrún Huld Ingvarsdóttir fiðluleikarar. Fiðlukennari Elísabetar Önnu […]

Framhaldsprófstónleikar Arnars Gísla og Elísabetar Önnu2022-09-29T15:37:10+00:00

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fyrir fullu húsi

2022-05-03T13:07:37+00:00

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fóru fram í Félagsheimilinu Árnesi sunnud. 1. maí. Á þessum skemmtilegu tónleikum komu fram báðar strengjasveitir skólans, sellóhópur og allir starfandi fiðlu-, víólu- og selló-Suzukihópar. Eldri strengjasveit hefur haft samstarf við aðra tónlistarskóla í vetur og léku því nemendur úr Tónlistarskóla Rangæinga, Tónskóla Sigursveins og Allegro Suzukitónlistarskólanum með hljómsveitinni.

Vínarbrauðstónleikar hafa átt fastan sess í tónleikahaldi skólans og voru þetta 20. vínarbrauðstónleikar strengjadeildar. – Heilmikil tónlistarhátíð sem endaði að vanda með  vínarbrauði og öðru kruðeríi í dagskrárlok.

[…]

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fyrir fullu húsi2022-05-03T13:07:37+00:00

Skólaheimsókn frá Snæfellsbæ og námskeið

2022-05-03T12:56:56+00:00

Föstudaginn 22. apríl fékk Tónlistarskóli Árnesinga ánægjulega heimsókn frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Á ferð voru skólastjóri, kennarar, eldri söngnemendur og nokkrir makar á ferð um Suðurland. Margrét S. Stefánsdóttir söngkennari Tónlsk. Árn. hélt söngnámskeið fyrir gestina þar sem unnið var með tækniæfingar, raddbeytingu o.fl. Þrír nemendur Margrétar sungu og gáfu sýnishorn um þau atriði sem unnið var með. Að lokum fengu gestirnir stuttan fyrirlestur um starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga.

Samstarf tónlistarskóla er alltaf mjög gefandi. Heimsóknir og upplýsingagjöf, námskeiðahald, samæfingar hljómsveita og samspilshópa, æfingabúðir o.fl. Allt eflir þetta starf skólanna og gefur nemendum og kennurum færi á að upplifa og læra eitthvað nýtt. Samstarf […]

Skólaheimsókn frá Snæfellsbæ og námskeið2022-05-03T12:56:56+00:00

Framhaldsdeildartónleikarnir – vandaður flutningur

2022-03-29T09:02:03+00:00

Framhaldsdeildartónleikar fóru fram 25. mars í sal skólans á Selfossi. Á tónleikunum komu fram nemendur sem hafa lokið miðprófi. Var mjög ánægjulegt að hlýða á þróttmikinn og vandaðan hljóðfæraleik nemendanna. Eins og á fyrri tónleikum marsmánaðar var þakklæti gestum og flytjendum ofarlega í huga, enda tækifæri til tónleikahalds undanfarið verið mun færri en í venjulegu ári.

Á myndinni má sjá nemendur og meðleikara sem fram komu á tónleikunum ásamt kennurum, að tónleikum loknum.

Framhaldsdeildartónleikarnir – vandaður flutningur2022-03-29T09:02:03+00:00

Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi

2022-03-21T14:37:21+00:00

Svæðistónleikar Nótunnar (uppskeruhátíðar tónlistarskóla) fóru fram í Salnum í Kópavogi laugard. 19. mars. Á tónleikunum komu fram nemendur frá Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Kraganum, þ.á.m. þrjú atriði frá Tónlistarskóla Árnesinga:

Rytmíska sveitin ÍSA-tríó, flutti lagið So what eftir Miles Davis, en sveitina skipa þeir Ívar Dagur Sævarsson rafgítar, Arilíus Smári Orrason, rafbassi og Samúel Guðmundsson trommur,

Arnar Gísli Sæmundsson söng við undirleik Margrétar S. Stefánsdóttur lagið Parla più piano eftir Nino Rota úr kvikmyndinni Guðföðurnum og

þrír gítarleikarar, þeir Albert Hellsten Högnason, Ásgeir Ægir Gunnarsson og Guðbergur Davíð Ágústsson léku Partial Eclipse eftir Richard Charlton.

Allir stóðu nemendurnir sig afskaplega vel og skólanum til mikils sóma. […]

Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi2022-03-21T14:37:21+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi