Tónlistarskóli Árnesinga hlýtur Menntaverðlaun Suðurlands 2022

2023-01-27T08:25:49+00:00

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 12. janúar 2023, var tilkynnt að Tónlistarskóli Árnesinga hefði hlotið Menntaverðlaun Suðurlands 2022, en níu tilnefningar bárust um menntaverðlaunin að þessu sinni.

Það var með miklu stolti sem skólastjórnendur Tónlistarskóla Árnesinga tóku við verðlaununum, úr hendi forseta Íslands.

 

Á viðurkenningaskjali stendur eftirfarandi:

„Menntaverðlaun Suðurlands 2022 hlýtur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir að mennta nemendur sína á starfstöðvum víða í Árnessýslu og efla þá í að koma fram á hinum ýmsu viðburðum skólans. Verðlaunin eru einnig veitt fyrir kynningu kennara skólans á fjölbreyttum hljóðfærum fyrir nemendur grunnskóla í Árnessýslu á hverju vori. Með starfi sínu leggur […]

Tónlistarskóli Árnesinga hlýtur Menntaverðlaun Suðurlands 20222023-01-27T08:25:49+00:00

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga 2022

2023-01-27T08:26:07+00:00

Starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Það er söngdeild Tónlistarskóla Árnesinga sem færir ykkur jólakveðjuna í ár, með laginu Jól eftir Jórunni Viðar, undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur.

Sjá hér: Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga 2022

Megi árið 2023 verða ykkur gæfuríkt – og farsælt á tónlistarbrautinni.

         

Myndir frá upptökum.

/Helga Sighv.

Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga 20222023-01-27T08:26:07+00:00

Líflegt tónleikahald á haustönn

2023-01-27T08:26:26+00:00

Það má segja að skólastarf hafi farið af stað með mikilum krafti í haust, því það sem af er vetri hafa yfir 100 viðburðir verið skráðir þar sem nemendur hafa komið fram.

Líflegast var tónleikahaldið í nóvember og desember, með átta deildatónleikum, stórtónleikum með lögum Gunnars Þórðarsonar á Laugarvatni, fjölda hausttónleika og Suzuki-útskriftartónleika, jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju, jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu, jólaballi Suzukideildar og loks með jólaspilamennslu úti í samfélaginu í desember.

Það að komast aftur út í samfélagið með nemendum að leika jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana var reglulega ánægjulegt, en viðkomustaðirnir voru fjölmargir. Má nefna hjúkrunarheimili, fundi […]

Líflegt tónleikahald á haustönn2023-01-27T08:26:26+00:00

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands – dásamleg stund

2022-12-14T08:13:10+00:00

Það var sérlega ánægjulegt að hlýða á jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands þann 10. desember í Selfosskirkju. Þar mátti heyra leik sinfóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, ásamt söng þriggja kóra Selfosskirkju (barna-, unglinga- og kirkjukórs) og einsöngvaranna Eyjólfs Eyjólfssonar og Hallveigar Rúnarsdóttur. Flutningur var vandaður og fagmennska og orka skein alls staðar í gegn. Á dagskrá voru jólalög úr ýmsum áttum, fjöldi þeirra í nýjum útsetningum Guðmundar Óla.

Það var með miklu stolti sem undirrituð hlýddi á tónleikana og ekki af ástæðulausu, því stjórnandi hljómsveitarinnar, kórstjórarnir Edit og Kolbrún og helmingur hljófæraleikaranna eru kennarar og nemendur við Tónlistarskóla Árnesinga. Aðrir flytjendur komu víða […]

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands – dásamleg stund2022-12-14T08:13:10+00:00

Lög Gunnars Þórðarsonar – frábærir tónleikar

2023-01-27T08:27:03+00:00

Laugardaginn 19. nóvember stóð Tónlistarskóli Árnesinga fyrir stórtónleikum með lögum Gunnars Þórðarsonar, í íþróttahúsinu Laugarvatni. Hugmyndin að tónleikunum kviknaði sl. vetur, en þá var þema vetrarins Ást og gleði og féllu lög Gunnars vel að því viðfangsefni. Æfingar fóru af stað sl. vetur, en vegna covid gekk illa að halda úti samspils- og hljómsveitaæfingum. Tónleikarnir frestuðust því fram á haustið.

19. nóvember rann loks stóra stundin upp þegar um 130 nemendur og kennarar mættu á Laugarvatn og fluttu einnar og hálfrar klst. dagskrá fyrir um 300 áheyrendur. Það gladdi okkur mjög að Gunnar mætti sjálfur á tónleikana og gaf það tónleikunum enn […]

Lög Gunnars Þórðarsonar – frábærir tónleikar2023-01-27T08:27:03+00:00

Deildatónleikar í nóvember

2023-01-27T08:27:21+00:00

Deildatónleikar allra hljóðfæradeilda fóru fram í byrjun nóvember með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá, sem saman stóð að mestu af ýmiskonar leik samspila og hljómsveita.

Nemendur stóðu sig afskaplega vel og dásamlegt að heyra þann þrótt og færni sem í nemendahópnum býr.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá tónleikum.

/Helga Sighv.

      

 

Deildatónleikar í nóvember2023-01-27T08:27:21+00:00

Þátttaka í október-menningarmánuði í Árborg

2023-01-27T08:27:41+00:00

Október var mjög líflegur hvað tónleikahald varðar, því nemendur og kennarar T.Á. komu víða fram í tilefni menningarmánuðar í Árborg.

Má þar nefna trompet og orgelleik í Eyrarbakkakirkju, málmblásaratríó í Mathöllinni, söng og lútuleik í kvöldmessu og fiðlu-kósýstund í Selfosskirkju, söng- og rytmískasveit á Sviðinu í miðbæ Selfoss þar sem fram komu nemendur úr listaskólum í Árborg, hrekkjavöku-strengjastund á bókasafninu og blokkflautuleik á 170 ára afmælishátíð í Barnaskólanum á Stokkseyri.

Nemendum og kennurum eru færðar bestu þakkir fyrir góða þátttöku í dagskrá menningarmánaðarins.

/Helga Sighv.

      […]

Þátttaka í október-menningarmánuði í Árborg2023-01-27T08:27:41+00:00

Upprifjunardagur Suzuki-píanónemenda

2023-01-27T08:28:05+00:00

Suzuki-píanókennarar héldu sameiginlegan upprifjunardag fyrir nemendur í sal skólans á Selfossi, laugard. 22. október. Tókst dagurinn afskaplega vel, en nemendur léku saman fjölda laga fyrir aðstandendur.

Kennararnir Guðrún Markúsdóttir, Magnea Gunnarsdóttir og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir héldu utan um dagskrána, en á myndinni má sjá Guðrúnu og Magneu ásamt nemendum.

/Helga Sighv.

Upprifjunardagur Suzuki-píanónemenda2023-01-27T08:28:05+00:00

Skemmtilegt strengjamót á Selfossi

2023-01-27T08:28:30+00:00

Strengjamót var haldið á Selfossi 7. – 8. október, en mótið sóttu um 250 strengjanemendur alls staðar að af landinu.

Nemendum var skipt í fjórar strengjasveitir eftir getu, en stjórnendur voru Örnólfur Kristjánsson, Kristján Matthíasson, María Weiss og Guðmundur Óli Gunnarsson.

Mótið var mjög skemmtilegt og strengjanemendur stóðu sig afskaplega vel á æfingum sem fóru fram í Vallaskóla, Fjölbrautaskóla Suðurlands og í Tónlistarskóla Árnesinga.

Vegna slæmrar veðurspár var lokatónleikum flýtt frá sunnudegi til laugardagskvölds, en þeir fóru fram í Iðu, íþróttahúsi FSu, fyrir troðfullri stúku áheyrenda. Voru tónleikarnir afskaplega skemmtilegir og ótrúlegt hvað afrakstur æfingadaganna tveggja var glæsilegur.

Kynnir á tónleikunum var Magnea Gunnarsdóttir og […]

Skemmtilegt strengjamót á Selfossi2023-01-27T08:28:30+00:00

Glæslileg tónlistarkennararáðstefnu í Hörpu 8. og 9. sept.

2023-01-27T08:29:02+00:00

Dagana 8. og 9. september sóttu tónlistarskólakennarar af öllu landinu ráðstefnu í Hörpu, undir yfirskriftinni TÓNLIST ER FYRIR ALLA.

Viðfangsefni og erindi ráðstefnunnar voru mjög fjölbreytt, en þau áttu það sammerkt að horft var fram á veginn varðandi tónlistarkennslu og hlutverk tónlistar í samfélaginu.

Fjölmargir fyrirlesarar voru með framsögu og í framhaldi umræðutorg þar sem tónlistarkennarar tóku þátt. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna að tónlistardeild Listaháskóla Íslands rýndu í stöðu tónlistarskólakefisins og tónlistarmenntunar á háskólastigi. Kynnt voru ýmis verkefni þar sem spuni, tónsköpun og lagasmíðar eru í fyrirrúmi, auk samstarfsverkefna tónlistarskóla. Kynntar voru nýjustu rannsóknir varðandi jákvæð áhrif tónlistar á heilastarfsemi frá […]

Glæslileg tónlistarkennararáðstefnu í Hörpu 8. og 9. sept.2023-01-27T08:29:02+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi